Hagstæðast að búa í Grímsnes- og Grafningshreppi

Grímsnes. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Hag­stæðast er fyr­ir ís­lenska vísi­tölu­fjöl­skyldu sem tel­ur for­eldra og tvö börn að búa í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi. Viðskiptaráð hef­ur opnað nýj­an ör­vef þar sem fólki gefst kost­ur á að bera sam­an kostnaðinn við að búa í ólík­um sveit­ar­fé­lög­um.

mbl.is greinir frá þessu.

Á vefn­um má sjá yf­ir­lit yfir skatta, gjöld og skuld­ir sveit­ar­fé­lag­anna. Einnig má bera niður­stöður sam­an við landsmeðaltal og stilla upp sam­an­b­urði milli ákveðinna sveit­ar­fé­laga. Með opn­un vefs­ins vill Viðskiptaráð auka gagn­sæi um skatt­heimtu, gjöld og skuld­setn­ingu á sveit­ar­stjórn­arstigi.

Hér má skoða vef­inn nán­ar.

Fyrri greinÍslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar
Næsta greinML átti vinsælasta atriðið