Hagnaður upp á 23 milljónir

Tekjur hafnarinnar í Þorlákshöfn voru um 112 milljónir króna á síðasta ári en gjöld námu 89 milljónum króna.

Hagnaður af rekstri hafnarinnar var því 23 milljónir króna. Að sögn Indriða Kristinssonar, hafnarstjóra, eru þetta svipaðar tekjur og árið 2010. Fiskverð hefur verið að hækka milli ára þó afli minnki sem skilar sér í hærra aflagjaldi til hafnarinnar.

Herjólfur skilar um 15-20% af tekjum hafnarinnar og er stærsti viðskiptavinur hennar. Sveitarfélagið Ölfus og Vegagerðin gerðu nýlega þriggja ára samning um þjónustu við Herjólf.

Fyrri greinSelfyssingar bikarmeistarar í 2. flokki
Næsta greinSveinn og Katrín fengu Landbúnaðarverðlaunin