Hagnaður Ker­fé­lags­ins fjór­fald­ast

Hagnaður Kerfé­lags­ins fjór­faldaðist milli ára og og nam 7,2 millj­ón­um króna á síðasta ári sam­an­borið tæp­lega 1,8 millj­ón króna hagnað árið 2013.

Fjár­mun­irn­ir hafa verið nýtt­ir til þess að sinna brýn­ustu fram­kvæmd­um á staðnum til þess að vernda hann.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Ker­fé­lagið hóf gjald­töku við Kerið árið 2013 en hver ferðamaður greiðir 350 krón­ur, tvær evr­ur eða þrjá Banda­ríkja­dali.

„Við höf­um verið í um­fangs­mikl­um fram­kvæmd­um við stíga­gerð og fleira. Síðan hef­ur verið und­ir­bún­ings­vinna í gangi til að mynda fyr­ir palla­smíð og fleira. Sömu­leiðis er verið að leggja drög að deili­skipu­lagi fyr­ir svæðið. Þetta er allt eins og við töluðum um í upp­hafi. Þetta myndi standa und­ir sér,“ seg­ir Óskar Magnús­son, einn eig­enda Ker­fé­lags­ins, í samtali við mbl.is.

Fyrri greinVon á hlaupvatni í byggð á fimmtudaginn
Næsta greinÓvissustigi lýst yfir vegna Skaftárhlaups