Haförn undir Austur-Eyjafjöllum

Haförn sást við bæinn Berjanes undir Austur-Eyjafjöllum um hádegi í gær, þar sem hann sat á hrúgu um 150 metra frá bænum.

Fuglinn reyndist styggur og flaug í burtu þegar Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi, reyndi að ná af honum mynd en Vigfús hafði þó aftur uppi á honum austur í hrepp. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Ernir eru sjaldséðir á Suðurlandi, að sögn Vigfúsar. „Það kemur einstaka sinnum fyrir að ungfugl er að þvælast hér en ég hugsa að það séu alveg tíu ár síðan ég sá hann hér síðast,“ segir Vigfús. Þó hafi sést til hafarnar í Vík fyrir einhverjum árum.

Fyrri greinEngir peningar í ár
Næsta greinSuðurlandsvídeó lokar