Hafnartún brennur

Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í Hafnartúni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stórbruni varð á Selfoss í kvöld þegar eldur kom upp í Hafnartúni, stóru einbýlishúsi í miðbæ Selfoss. Neyðarlínan fékk boð um eldinn klukkan 19:37 og vinnur allt tiltækt lið frá Brunavörnum Árnessýslu að því að ráða niðurlögum eldsins.

Mikinn reyk leggur frá vettvangi og eru íbúar sem búa suðvestan við bæjargarðinn og í miðbænum beðnir um að loka gluggum.

Lögreglan beinir því einnig til fólks að gefa viðbragðsaðilum rými til að athafna sig og virða lokanir.

Hafnartún er eitt af eldri húsum bæjarins, á tveimur hæðum með kjallara og háalofti. Þegar að var komið virtist eldurinn vera á efri hæð hússins og logaði út um alla glugga.

Mikill mannfjöldi er í miðbænum og biðja Brunavarnir Árnessýslu fólk um að halda sig fjarri til að trufla ekki störf viðbragðsaðila.

Ekki var föst búseta í húsinu síðustu ár en til stóð að gera það upp og skapa því veglegan sess í nýja miðbæjarskipulaginu.

Efri hæð hússins var alelda þegar slökkviliðið bar að garði. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Lögreglan var fljót á staðinn og hélt vegfarendum fjarri en mikill mannfjöldi var í miðbænum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fjölmennt lið frá Brunavörnum Árnessýslu var sent á vettvang. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Nýr stigabíll Brunavarna Árnessýslu kom að góðum notum við slökkvistarfið. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Stigabíllinn er búinn öflugri dælu sem stýrt er af jörðu niðri og sló hratt á eldinn sem stóð út um glugga á norðurhlið hússins. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinSelfoss enn án stiga
Næsta grein„Verðum eitthvað fram á nóttina“