Hafnardagar um helgina

Hafnardagar, bæjarhátíð Þorlákshafnar, verður haldin núna um sjómanndagshelgina en formleg setning þeirra verður í kvöld en þá verður opnuð sumarsýning Byggðasafns Ölfuss og veitt menningarverðlaun.

Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg sem endranær þar sem finna má eitthvað fyrir alla aldurshópa og þó mest lagt upp úr því að mismunandi aldurshópar geti skemmt sér saman.

Líkt og síðustu ár verða íbúar hverfa virkjaðir með hverfastjórum eða hverfaráðum og allir hvattir til að hjálpast að við að skreyta eftir hverfalitum, skipuleggja hverfagrill, sameinast í skrúðgöngu og jafnvel undirbúa skemmtiatriði.

Meðal þess sem boðið verður upp á eru sýningar, tónleikar, skrúðganga, kraftakeppni, skemmtisigling, markaður, leiksýningar, sápufótbolti, kappróður, koddaslagur og margt fleira.

Allir eru hvattir til að taka þátt og vera með, ganga snyrtilega um, gleðjast og njóta þess að eiga góðar stundir með góðu fólki.

Fyrri greinSigrún Kristjáns: Ljósmæðraþjónusta allan sólarhringinn, allan ársins hring
Næsta greinLeitað að munum á Landsmótssýningu