Hafnaði í tjörn við Eyrarbakkaveg

Um kl. 7 í morgun fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um að bíl hefði verið ekið út í tjörn við Eyrarbakkaveg, rétt vestan við þorpið.

Þegar lögregla kom á vettvang hafði ökumaðurinn, rúmlega tvítugur karlmaður, komið sér á þurrt land. Hann er grunaður um ölvun við akstur.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg.

Fyrri greinVöxtur í Hvanná
Næsta greinSinubruni í Þykkvabænum