Hafið nesti og teppi með í bílnum

Á næstu dögum má reikna með að margir leggi land undir fót vegna jólahátíðarinnar og heimsæki ættingja og vini víða um landið.

Samkvæmt spám Veðurstofu má búast við rysjóttu veðri yfir hátíðarnar og ekki alltaf verður ákjósanlegt ferðaveður. Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu segir að nauðsynlegt sé því að hafa nokkur atriði í huga.

Alltaf skal kanna veðurspá og færð áður en lagt er af stað. Gott er að hafa í bílnum örlítið nesti og séu börn með í för að hafa teppi eða svefnpoka í bílnum. Síðast en ekki síst á alltaf að láta einhvern vita af ferðum sínum og má til dæmis skilja eftir ferðaáætlun sína á vefnum safetravel.is.

Fyrri greinRétta jólastemmningin
Næsta greinFallega greiddir og vel upplýstir Sunnlendingar