Hafa verulegar áhyggjur af miklum ferðalögum um páskana

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Almannavarnir á Suðurlandi hvetja fólk til þess að vera sem mest heimavið í páskavikunni.

Sumarbústaðalönd eru mörg á kafi í snjó og erfitt að komast að þeim og sjúkraflutningar eða önnur sjúkraþjónusta gæti verið tafsöm við slíkar aðstæður. Veðurspá fyrir næstu helgi er ekki að lofa sól og sumaryl í bili.

Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af miklum ferðalögum yfir páskana sem gætu aukið verulega á álag á heilbrigðiskerfið. Almannavarnir á Suðurlandi biðja fólk um að virða þær takmarkanir og viðmiðanir sem settar eru til að forðast smit.

„Við þurfum að gæta að því að virða fjarlægðarmörk þegar við förum út að skoða landslagið eða í búðirnar. Við skulum ekki hópast inn í sjoppurnar heldur senda einn úr bílnum til að ná í fyrir hópinn,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum á Suðurlandi.

Fyrri greinÖlfus greiðir heimagreiðslur til foreldra
Næsta greinÁrborg samþykkir aðgerðir vegna COVID-19