Hafa tekið við af Eden

Umferð ferðafólks í Þrastalund við Sogsbrúna hefur aukist í kjölfar þess að Eden í Hvergerði brann til kaldra kola á dögunum.

Að sögn Valgeirs Inga Ólafssonar veitingamanns hefur morgunumferð aukist undanfarið en opnað er kl. 9 á morganna. Valgeir sagði að rútuumferð sem tengdist ,,Gullna hringnum” kæmi til þeirra í auknu mæli.

Valgeir Ingi sagðist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort meira yrði opið í vetur vegna þessarar auknu umferðar en í það minnsta yrði opið alla daga út september. Metið yrði eftir viðskiptum og veðri hvernig október, nóvember og desember yrðu.