Hafa skilað 157 milljónum í ríkisjóð

Varlega áætlað hafa hraðamyndavélar á Suðurlandsvegi í Ölfusi skilað 157 milljónum króna í ríkissjóð. Frá því þær voru teknar í notkun 1. október sl. hafa 7.850 sektir verið gefnar út.

Sýslumaðurinn í Stykkishólmi hefur umsjón með myndavélunum. Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn í Stykkishólmi, segir að flestar sektirnar séu á bilinu 10 til 30 þúsund krónur, það er þeir sem aka á 96 til 110 kílómetra hraða.

Svo virðist sem æ fleiri séu á varðbergi. Á fyrstu þremur mánuðunum sem myndavélarnar voru uppi voru 4.800 ökumenn sektaðir. Frá áramótum, eða síðastliðna fjóra mánuði, eru sektirnar rúmlega 3.000.

Fyrri greinNýtt kvikuskot í jöklinum
Næsta greinViðsnúningur í rekstri Hrunamannahrepps