Hafa ekki fundið grímu­klædda árásarmanninn

Lög­regl­an á Suður­landi hef­ur ekki fundið manninn sem réðst að 13 ára göml­um dreng und­ir Hamr­in­um í Hvera­gerði um klukk­an fimm í gær og reyndi að ræna hann.

Nokkuð víðtæk leit var gerð að mann­in­um í Hvera­gerði eft­ir að til­kynn­ing barst um málið, en hún var án ár­ang­urs, að sögn lög­reglu.

mbl.is greinir frá þessu.

Maður­inn var með lambhús­hettu á höfðinu og lög­regla hef­ur ekki hug­mynd um hver hann er, eða á hvaða ald­urs­bili hann gæti verið.

TENGDAR FRÉTTIR:
Grímuklæddur maður réðst á 13 ára dreng

Fyrri greinBlikarnir sterkari í Iðu
Næsta greinMest aukning umferðar á Hellisheiði