Hafa áhyggjur af lyfjaafgreiðslu í Laugarási

Laugarás. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur áhyggjur af áformum um breytt fyrirkomulag lyfjaafgreiðslu í Laugarási.

Málið var rætt á fundi sveitarstjórnar í gær en fyrir liggur að Lyfja ehf hyggst breyta lyfjaafgreiðslu í Laugarási og leitar nú eftir samningi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að lyfjaafgreiðsla færist inn á heilsugæsluna og í hendur starfsfólks þar.

Í ályktun sveitarstjórnar segir að hætt sé við að þjónusta við notendur heilsugæslunnar verði skert, til dæmis hvað það varðar að fá lyfseðilsskyld lyf afgreidd í beinu framhaldi af læknisheimsókn. Sveitarstjórn hvetur þjónustuaðila til þess til þess að lyfjaafgreiðsla verði með óbreyttu sniði í Laugarási.

Fyrri greinFulltrúar Vegagerðarinnar heimsóttu Bláskógabyggð
Næsta greinNýtt gervigras lagt næsta sumar