Hafði ekki hugmynd um hvernig hann komst inn

Lögreglan á Selfossi handtók mann um helgina í húsi sem hann átti engin tengsl við. Hann var mjög ölvaður og látinn sofa úr sér í fangageymslu.

Enginn var fyrir í húsinu þegar maðurinn kom þar inn en miklar skemmdir höfðu verið unnar á innanstokksmunum. Við yfirheyrslu bara maðurinn við minnisleysi og hafði enga hugmynd hvernig hann komst inn í húsið.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að miklar annir voru hjá henni um helgina og í síðustu viku. Um 120 verkefni, stór og smá, af öllu tagi komu til úrlausnar.

Fimm líkamsárásir komu til rannsóknar, þrjár minni háttar og tvær meiri háttar. Í einu tilvikinu var krafist nálgunarbanns sem lögreglustjóri varð við.

Þá hefur talsvert verið um kærur vegna þjófnaðar á farsímum sem eru á verðbilinu frá 50 til um og yfir 100 þúsund krónur. Símunum er fyrst og fremst stolið á skemmtistöðu og í heimahúsum þarf fólk safanst saman í partíum.

Fyrri greinUtanvegaakstur innanbæjar í Hveragerði
Næsta greinFéll fjóra metra úr stiga