Hættulegar aðstæður undir Eyjafjöllum

Mikill fjöldi bíla var á svæðinu og þurfti fólk að bíða af sér veðrið við Skóga. Ljósmynd/Landsbjörg

Akstursaðstæður á Suðurlandi voru mjög erfiðar í dag sökum vinds og voru björgunarsveitir meðal annars kallaðar út til að aðstoða vegna umferðaróhapps undir Eyjafjöllum, þegar bíll fauk útaf veginum.

Loka þurfti veginum vegna vinds og þurftu björgunarsveitir að sinna verkefnum á staðnum vegna þessa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Mikill fjöldi bíla var a svæðinu og þurfti fólk að bíða af sér veðrið í Skógum áður en það gat haldið för sinni áfram.

Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinLokað fyrir ferðir í íshella
Næsta greinÞórsarar úr leik í bikarnum