Hætt við lokun á Hellisheiði og Þrengslum

Vegagerðin gerir ekki lengur ráð fyrir því að loka þurfi Hellisheiði og Þrengslum vegna veðurs í dag. Í gærkvöldi var kynnt fyrirhuguð lokun í tæpan sólarhring.

Klukkan átta í morgun var skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða snjóþekja víðast hvar á Suðurlandi.

Flughált er í Eldhrauni en snjóþekja og éljagangur austan til.

Fyrri greinHellisheiði og Þrengslum lokað í sólarhring
Næsta greinMiðasala gengur vel á útgáfutónleika Einars Bárðar