Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli landeigenda við Þjórsá gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun vegna virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar.
Héraðsdómur hafði fellt virkjunarleyfið úr gildi með dómi í janúar síðastliðnum en Landsvirkjun áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar.
Eftir dóm héraðsdóms í janúar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fram frumvarp til að flýta fyrir framkvæmdunum og samþykkti Alþingi það nú í júní.
Í lok síðasta árs hófust framkvæmdir á svæðinu, meðal annars vegagerð og undirbúningur að plani undir vinnubúðir.

