Hækkuðu fasteignamati mætt með lækkaðri álagningu

Hveragerðisbær. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að lækka verulega álagningarprósentur á fasteignir í bænum til þess að mæta hækkuðu fasteignamati í sveitarfélaginu.

Fasteignaverð hefur hækkað mjög skarpt í Hveragerði að undanförnu með þeirri beinu afleiðingu að fasteignamat í bæjarfélaginu hefur hækkað mjög mikið.

Bæjarstjórn samþykkti einróma að minnka áhrif þessarar hækkunar og lækka álagningarprósentur fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði verulega fyrir árið 2019.

Álagningarprósenta fasteignaskatts á húsnæði í A-flokki lækkar úr 0,40% í 0,36% og lóðarleiga úr 0,9% í 0,75%

Álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði lækkar úr 1,60% í 1,5% og lóðarleiga úr 1,7% í 1,5%.

Álagningarprósenta á vatnsgjald á húsnæði í A-flokki lækkar úr 0,08% í 0,06%.

Álagningarprósenta holræsagjalds lækkar úr 0,255% í 0,21% á alla flokka húsnæðis.

Fyrri greinAukin flokkun úrgangs hefur algjöran forgang
Næsta greinBerglind ráðin til LH