H-listinn býður ekki fram í Hrunamannahreppi

Frambjóðendur H-listans í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Ljósmynd/H-listinn

H-listinn mun ekki bjóða fram í Hrunamannahreppi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Tilkynnt var um þetta á Facebooksíðu framboðsins í gær.

H-listinn hefur boðið fram í hreppnum undanfarin fimm kjörtímabil. Í síðustu kosningum sigraði H-listinn, fékk rúmlega 51% atkvæða og þrjá menn kjörna. Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, leiddi listann.

„H-listinn hefur unnið ötullega að málefnum sveitarfélagsins til margra ára og hefur það verið lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að H-listinn bjóði ekki fram í komandi kosningum og þökkum við kærlega samfylgdina undangengin ár,“ segir í tilkynningu frá framboðinu.

Fyrri greinHeitavatnsskortur vegna bilaðrar borholudælu
Næsta greinBúið að opna Suðurlandsveg eftir slys undir Ingólfsfjalli