Hætta hjá HSu eftir samtals 64 ár í starfi

Á dögunum voru tveir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Katrín Erla Gunnlaugsdóttir og Trausti Traustason, kvödd eftir samanlagt 64 ár í starfi við HSu.

Þeim var haldið kveðjuhóf þar sem þau fengu afhenta þakkargjöf um leið og þeim voru þökkuð vel unnin og farsæl störf við stofnunina í gegnum árin og færðar góðar óskir um velfarnið í komandi framtíð.

Trausti hefur starfað við HSu samfleytt í 33 ár. Hann kom fyrst til starfa sem smiður og vann fyrst sem verktaki við smíðar og viðhald. Síðan fékk hann fastráðningu og þá sem umsjónamaður fasteigna frá 1. mars 1994.

Katrín Erla starfaði í eldhúsi HSu samfellt í 31 ár.

Fyrri greinNemendur Hvolsskóla gengu á fjögur fjöll
Næsta greinGamla mjólkurbúið mun rísa í miðbænum