Hærri sektir hafa mögulega áhrif á ökuhraða

Einungis 12 ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of hratt í liðinni viku í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Hækkaðar sektir hafa mögulega áhrif á ökuhraða.

Af þessum tólf voru sjö í Árnessýslu, tveir í Rangárvallasýslu, tveir í Eldhrauni og einn í Nesjum við Höfn.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi segir að þetta séu færri ökumenn en oft áður á þessum árstíma. Mögulega hafi hækkaðar sektir áhrif til lækkunar ökuhraða en líta þarf yfir lengra tímabil til þess að meta það.

Þeir sem kærðir voru voru sumir hverjir á rúmlega 130 km/klst hraða.

Fyrri greinÁ miklum hraða með framljósið hangandi fram úr stuðaranum
Næsta greinÞrjú slys á þriðjudegi