Hækka launaliðinn talsvert

Hækka þarf launalið fjárhagsáætlunar Sveitarfélagsins Árborgar um 77 milljónir króna vegna nýgerðs kjarasamnings við grunnskólakennara.

Heildar útgjaldaaukning vegna samningsins er 142 milljónir króna árlega.

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, segir að gert hafi verið ráð fyrir um 65 milljón króna viðbótarkostnaði við framsetningu fjárhagsáætlunar, og var miðað við þann samning sem kennarar felldu síðast.

Viðbótin sem nú kemur inn vegna nýja samningsins er því 77 milljónir króna.

Alls eru 119 stöðugildi við kennslu í grunnskólum Árborgar.

Fyrri greinMinniháttar meiðsli á fólki eftir að rúta valt á Þingvallavegi
Næsta greinVeglegar gjafir kvenfélaganna til HSU