Hæðarendi fékk viðurkenningu frá NLFR

Í síðustu viku veitti stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur (NLFR) eigendum gróðurstöðvarinnar Hæðarenda Grímsnesi, Svanhvíti Konráðsdóttur og Ingvari S. Ingvarssyni, viðurkenningu fyrir áratugastarf á sviði lífrænnar ræktunar matjurta.

Svanhvít og Ingvar hafa ásamt starfsfólki sínu ræktað lífrænar matjurtir með framúrskandi gæðum, merkingum og frágangi áratugum saman. Ræktunin á Hæðarenda er aðallega á kartöfum, káli og gulrótum en þó einnig ýmislegt annað í minna mæli.

Eftirspurn eftir lífrænum matjurtum er sífellt að aukast á Íslandi og á gróðurstöðin Hæðarenda stóran þátt í þeirri góðu þróun.

Viðurkenningin er veitt samkvæmt lögum NLFR sem kveður á að tilgangur félagsins sé meðal annars að efla ræktun óspilltra matvæla.

Fyrri greinFyrsti sigur Hamars í deildinni
Næsta greinHelstu málaflokkar Dögunar