Hættuástand í Álftaveri

Ákvörðun hefur verið tekin um að biðja íbúa í Álftaveri að yfirgefa heimili sín. Ástæðan er m.a. sú að hlaup er hafið í Skálmu til viðbótar við hlaupið sem hófst í Múlakvísl í nótt.

Almannavarnir hafa lýst yfir hættuástandi á svæðinu og er fylgst vel með því sem er að gerast á svæðinu. Búið er að kalla út björgunarsveitir til að styrkja löggæslu á svæðinu.