Hætta að selja nammi í íþróttamiðstöðinni

Í síðustu viku var hætt að selja sælgæti í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli en þess í stað verða ferskir ávextir til sölu þar á hverjum degi.

„Þessi hugmynd kom á fundi Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar sveitarfélagsins. Allir nefndarmenn voru sammála um að gera þessa tilraun og viðbrögðin í samfélaginu hafa verið mjög góð og enginn kvartað yfir þessu,“ sagði Ólafur Örn Oddsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra í samtali við sunnlenska.is.

Á Facebooksíðu Íþróttamiðstöðvarinnar á Hvolsvelli segir að mikilvægt sé að fá sé næringu innan 30 mínútna eftir æfingu og því sé tilvalið að fá sér ávexti á leiðinni heim.

Fyrri greinSelfoss gaf eftir á lokakaflanum
Næsta greinMikilvægur sigur hjá Selfyssingum