Hæsta tré landsins er á Kirkjubæjarklaustri

65 ára gamalt sitkagrenitré á Kirkjubæjarklaustri er hæsta tré landsins. Það mældist 26,1 metri á hæð í síðustu viku og hefur vaxið um 50 sentimetra á þessu ári.

Arnór Snorrason og Edda S. Oddsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknarstöð skógræktarinnar á Mógilsá mældu tréð með aðstoð tveggja sænskra skógfræðinema.

Tréð er í skóginum á Klaustri og var það gróðursett árið 1949. Við mælingu árið 2011 var tréð 24,8 metrar og árið 2012 var það 25,3 metrar. Tréð er enn í fullum vexti.

Fyrri greinHeiðupasta
Næsta greinGuðrún frá Lundi slær sölumet