Hægt verði að leyfa veiðar á álft

Frum­varp hef­ur verið lagt fram á Alþingi þess efn­is að ráðherra geti í reglu­gerð og að fengn­um til­lög­um Um­hverf­is­stofn­un­ar og Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands aflétt friðun álft­ar inn­an ákveðinna tíma­marka.

Álft­in hef­ur verið friðuð á Íslandi í rúma öld. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Til­efni frum­varps­ins er ágang­ur álft­ar á tún bænda og tjón af völd­um þess. Fram kem­ur í grein­ar­gerð að gera megi ráð fyr­ir að upp­skerutjón af tún­um og græn­fóðri árin 2014 og 2015 nemi á bil­inu 70-90 millj­ón­um króna.

Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins en meðflutn­ings­menn eru sam­flokks­menn henn­ar Har­ald­ur Ein­ars­son, Jó­hanna María Sig­munds­dótt­ir og Vig­dís Hauks­dótt­ir.

Frétt mbl.is

Fyrri greinHjúkrunarheimilið verði tilbúið fyrri hluta ársins 2019
Næsta greinÞórir valinn þjálfari ársins