Gym-heilsu og saunaklefanum lokað

Líkamsræktinni Gym-heilsu og saunaklefanum í kjallara Sundhallar Selfoss verður lokað frá og með mánudeginum 2. febrúar vegna þeirra framkvæmda sem í gangi eru við sundlaugina.

Nýr saunaklefi opnar síðar á árinu með opnun nýrrar viðbyggingar og verið er að vinna í hugmyndum um framtíðar líkamsræktaraðstöðu á annarri hæð nýbyggingarinnar.

Fyrri greinÖruggt hjá Selfoss gegn KR
Næsta greinMeirihlutinn á bláþræði