Gvendarkjör fá styrk frá innviðaráðuneytinu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Verslunin Gvendarkjör á Kirkjubæjarklaustri fær 2,5 milljón króna styrk frá innviðaráðuneytinu til þess að ljúka endurbótum á húsnæði og kaupa tæki og búnað.

Ráðuneytið úthlutaði 30 milljónum króna til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023 en styrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036.

Markmiðið er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu.

Alls bárust ellefu umsóknir og samtals var sótt um rúmlega 41,5 milljónir króna en auk Gvendarkjörs hlutu styrki verslanir á Drangsnesi, Kópaskeri, Raufarhöfn, Bakkafirði, í Árneshreppi, Hrísey og Grímsey.

Fyrri greinJólagleði í Tryggvagarði
Næsta greinJólabókaupplestur í Bókakaffinu