Gunnþór ráðinn til Hrunamannahrepps

Gunnþór K. Guðfinnsson.

Gunnþór K. Guðfinnsson hefur verið ráðinn yfirmaður eignasjóðs, þjónustumiðstöðvar og úrgangsmála í Hrunamannahreppi.

Þrjár umsóknir bárust um stöðuna og voru tveir einstaklingar teknir í viðtal. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að ráða Gunnþór.

Gunnþór er garðyrkjufræðingur að mennt auk þess að vera með diplómu í garðyrkjutækni frá Landbúnaðarháskóla Íslands og með próf í lífefldum landbúnaði frá Svíþjóð. Auk þessa hefur hann tekið fjölda námskeiða varðandi störf sín.

Gunnþór hefur áður gengt stöðu yfirmanns þjónustumiðstöðvar um árabil hjá tveimur sveitarfélögum þar sem hann sinnti verkefnum mjög svipuðum þeim sem staða hans hjá Hrunamannahreppi mun krefjast.

Fyrri greinSunnlensk ungmenni blómstra í Skjálftanum 
Næsta grein„Mikilvægur þáttur í að halda uppi menningu“