Gunnsteinn ráðinn í Ölfusið

Bæjarstjórn Ölfuss hefur gengið frá ráðningu nýs bæjarstjóra en á fundi bæjarstjórnar í dag var samþykkt að ráða Gunnstein R. Ómarsson til starfa frá og með 16. maí nk. til enda yfirstandandi kjörtímabils.

Gunnsteinn R. Ómarsson er 43 ára viðskiptafræðingur með mastersgráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum og hefur víðtæka stjórnunar- og rekstrareynslu, ekki síst á sveitarstjórnarstiginu, þar sem hann hefur áður starfað sem sveitarstjóri í um 6 ár. Gunnsteinn er giftur Berglindi Ósk Haraldsdóttur og eiga þau fjórar dætur á leik- og grunnskólaaldri.

Í tilkynningu frá bæjarstjórn segir að hún bindi miklar vonir við komu nýs bæjarstjóra en vill um leið þakka Ólafi Erni Ólafssyni, núverandi bæjarstjóra fyrir störf hans fyrir sveitarfélagið og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Fyrri greinVarnargarðar Markarfljóts hækkaðir og styrktir
Næsta greinKjördæmafundur í FSu í kvöld