Gunni Egils gefur ekki kost á sér

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-listans í Árborg, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 31. maí næstkomandi.

Gunnar tók þessa ákvörðun fyrir áramót og tilkynnti félögum sínum í bæjarstjórnarmeirihlutanum í upphafi síðustu viku. Gunnar var fyrst kjörinn í bæjarstjórn fyrir fjórum árum.

„Maður er búinn að takast á við fullt af skemmtilegum verkefnum og okkur hefur gengið alveg ágætlega á undanförnum fjórum árum,“ sagði Gunnar í samtali við Sunnlenska. Hinsvegar taki þessi störf mikinn tíma frá fólki.

„Ég er með mitt fyrirtæki sem ég þarf að sinna. Mér þykir ágætt að stíga nú til hliðar og gefa öðrum kost á að takast á við bæjarmálin,“ sagði hann ennfremur.

Fyrri greinVill reisa vatnagarðinn í Ölfusinu
Næsta greinFóðurstöðin byggir til framtíðar