Gunnar veginn

Dregið hefur til tíðinda í gerð Njálurefilsins í Sögusetrinu á Hvolsvelli en búið er að sauma um fimm metra umfram helming hans.

Verið er að ljúka við að sauma þann mikla atburð í sögunni þegar Gunnar er veginn og liggur í blóði sínu.

Á myndinni með fréttinni fylgist Gísli Þór Guðmundsson á Selfossi með saumaskapnum, en hann var að koma í Sögusetrið í fyrsta sinn á dögunum og dáðist að verkinu, líkt og fleiri.

Sjálfur er Gísli afbragðs maður til verka í saumaskap.