Gunnar ráðinn upplýsingafulltrúi nýframkvæmda

Gunnar Aron Ólason.

Gunnar Aron Ólason á Hellu hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi nýframkvæmda hjá Landsvirkjun.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að Gunnar muni hafa í nægu að snúast enda verða mörg, stór nýframkvæmdaverkefni í gangi samtímis. Gunnar verður með starfsstöð í Hvammi.

Hann mun halda utan um upplýsingamiðlun af framkvæmdum við Hvammsvirkjun, Vaðölduver, Sigöldu og Þeistareyki og einnig sjá um að skipuleggja heimsóknir á verkstað, hvort sem það er fyrir fjölmiðla eða aðra áhugasama.

Fyrri greinHamar úr fallsæti
Næsta greinSnákur gerður upptækur eftir alvarlega líkamsárás