Gunnar ráðinn verkefnastjóri

Gunnar Gunnarsson í Austurhlíð í Laugardal hefur verið ráðinn verkefnastjóri fyrir verkefnið „Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð“.

Um er að ræða 20% starf en verkefnisstjórinn mun vinna með stýrihópi að framgangi verkefnisins, sem hófst formlega við undirritun samkomulags við Landlæknisembættið í sumar.

Gunnar starfar sem íþróttakennari í Kerhólsskóla í Grímsnesi. Hann hefur mikla reynslu af íþrótta- og heilsufræðum, bæði í rannsóknarstörfum og við þjálfun og kennslu.

Fjórir umsækjendur voru um stöðuna og voru þeir allir metnir hæfir og teknir í starfsviðtöl. Gunnar hóf störf nú um mánaðamótin.

Fyrri greinBlessuð aðventan…
Næsta greinHamar skellti toppliðinu – Gnúpverjar töpuðu