Gunnar kosinn formaður Bændasamtakanna

Gunnar Þorgeirsson.

Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnesi, var í dag kosinn formaður Bændasamtaka Íslands á Búnaðarþingi sem nú stendur yfir.

Gunnar tilkynnti um framboð sitt í gær og bauð sig fram til formennsku á móti Guðrúnu S. Tryggvadóttur, sitjandi formanni.

Gunnar fékk 29 atkvæði í kjörinu og Guðrún 21.

Bændablaðið greinir frá þessu

Fyrri greinDrengjum undir aldri vísað af vínveitingastað
Næsta greinBúið að finna húsnæði fyrir sóttkví á nokkrum stöðum á Suðurlandi