Gunnar gefur vinnu sína

Gunnar Björnsson hjá BG bílum í Flóahreppi ætlar að gefa vinnu sína, efni og aðstöðu vegna kennslu í valgrein í 9. bekk Flóaskóla.

Gunnar hefur sl. sex vikur verið með tvo nemendahópa í kennslu hjá sér og lauk kennslunni í byrjun desember. Gunnari vill með þessu móti styðja við uppbyggingu unglingadeildar við Flóaskóla.

Gunnar hefur farið yfir undirstöðuatriði bifvélavirkjunar með krökkunum og lagt áherslu á að leyfa þeim að taka til hendinni og prófa sig áfram. Á heimasíðu Flóahrepps eru Gunnari færðar þakkir og sagt að nemendurnir hafi verið sérlega ánægðir með þessa valgrein eins og reyndar allar valgreinarnar sem þeir hafa fengið það sem af er vetri.

Fyrri greinKennarar „veikari“ en í fyrra
Næsta greinJónas og Kammerkórinn á Kraumslistanum