Gunnar Þór flytur úr hreppnum

Gunnar Þór Jóhannesson, Á-lista, hefur beðist lausnar frá setu í sveitarstjórn og skólanefnd Hrunamannahrepps vegna búferlaflutninga úr hreppnum.

Sveitarstjórn þakkaði Gunnari Þór góð störf fyrir sveitarfélagið á fundi sínum sl. miðvikudag en það var síðasti sveitarstjórnarfundur Gunnars. Hann er að flytja ásamt fjölskyldu sinni á Selfoss.

Bjarney Vignisdóttir, hjúkrunarfræðingur í Auðsholti 6, er fyrsti varamaður Á-listans og tekur hún þá sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn og skólanefnd.

Fyrri greinKvöldmessa með Magnúsi Þór
Næsta grein„Auðvitað erum við svekkt!“