Gúndi kvaddur eftir rúmlega 40 ára starf

Guðbjartur Ólason og Guðmundur Baldursson. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Guðmundur Baldursson, húsvörður, „útskrifaðist“ í dag frá Vallaskóla á Selfossi eftir farsælan feril.

Helga R. Einarsdóttir skrifar frá Vallaskóla:

Gúndi hefur unnið í 41 ár undir sama þaki en hann hóf störf í þáverandi Gagnfræðaskóla Selfoss árið 1978, þegar Guðbjartur Ólason, núverandi skólastjóri Vallaskóla, var 9 ára gamall. Guðbjartur kvaddi Gúnda í dag fyrir hönd starfsfólks og fjölmenni var í kveðjukaffinu og tertan góð.

Margir nemendur sem útskrifast hafa á öllum þessum árum, hafa snúið aftur, nú sem starfsfólk skólans, svo ekki hefur þeim leiðst á námsárunum í gagnfræðaskólanum, Sólvallaskóla eða Vallaskóla.

Samstarfsfólk Gúnda kvaddi hann í dag. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir
Gúndi og Sveinn Ægir Birgisson, fyrrverandi nemandi og núverandi starfsmaður. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir
Tertan var góð. Gúndi, síðan 1978. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir
Fyrri greinÞá vöknuðu Þórsarar
Næsta greinEnnþá gerast ævintýri