Gullni hringurinn illfær

Tvo daga vikunnar, á þriðjudögum og laugardögum, er Gjábakkavegur ekki mokaður.

Þetta hefur valdið því að bílar sem hyggjast aka Gullna hringinn, leiðina á milli Þingvalla, Geysis í Haukadal og Gullfoss, komast ekki leiðar sinnar.

Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að þungfært hafi verið á þessum slóðum í gær. Það fékkst jafnframt staðfest að Vegamálastjóra bærust reglulega athugasemdir frá aðilum í ferðaþjónustu vegna þessa, en fólk hefði þó skilning á að fjárframlög til stofnunarinnar hefðu verið skorin niður að undanförnu.

Vísir greindi frá þessu

Fyrri greinSíðustu tónarnir við hafið á árinu
Næsta greinLjósleiðari Gagnaveitunnar í sundur