Gullkistan fær stórgjöf

Indverski listamaðurinn Baniprosonno dvaldi í Gullkistunni í Laugardal á dögunum en áður en hann yfirgaf landið gaf hann Gullkistunni 45 listaverk eftir sig.

Á vef Gullkistunnar kemur fram að Baniprosonno hafi fengið mikinn innblástur og sköpunarkraft á meðan hann dvaldi í Gullkistunni sem er listasetur í Eyvindartungu í Laugardal. Myndirnar sem Baniprosonno gaf Gullkistunni eru bæði málverk og teikningar.

Gullkistan mun setja verkin í sölu og tilkynna fljótlega hvernig ágóðanum af sölunni verður ráðstafað.

Vefur Gullkistunnar