Gul viðvörun: Vindstrengir og ófærð

sunnlenska.is/Jóhanna SH

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 13 á fimmtudag til kl. 5 á föstudagsmorgun. Gert er ráð fyrir hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15-25 m/sek.

Hvassast verður undir Eyjafjöllum þar sem vindstrengir geta staðbundið farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi um tíma, en við suðurströndina er snjókomubakki sem gæti borist inná land með samfelldri ofankomu og lélegu skyggni. 

Mögulega ófært austan Hvolsvallar og á Hellisheiði
Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega milli Hvolsvallar og Víkur og á Hellisheiði. 

Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Fyrri grein„Vildi ekki sitja bara á vitneskjunni sjálf“
Næsta greinÉg verð yfirleitt ekkert mjög vandræðalegur