Gul viðvörun vegna vatnavaxta

Bakkakotsá undir Eyjafjöllum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Vegagerðin

Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland til klukkan 12 á hádegi á þriðjudag vegna úrkomu og vatnavaxta.

Næstu klukkutímana mun rigna talsvert á Suðurland og mikið til fjalla þannig að búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum, sem geta flætt yfir bakka sína.

Ferðafólki er bent á að vöð geta orðið varasöm eða ófær og samgöngutruflanir eru hugsanlegar. Það dregur úr úrkomunni síðdegs á þriðjudag.

Fyrri greinSóley Embla er 11 þúsundasti íbúinn
Næsta greinHamingjan allsráðandi í Þorlákshöfn