Gul viðvörun vegna snjókomu

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna snjókomu á Suðurlandi sem gildir frá klukkan 3 í nótt til klukkan 20 að kvöldi annars í jólum.

Búist er við mikilli úrkomu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum í Þrengslum, Hellisheiði, Ölfusi og undir Eyjafjöllum.

Fyrri greinSyngjandi jólatréð frá Heimi frænda ekki í uppáhaldi
Næsta greinJóladótið frá ömmu Ellu í miklu uppáhaldi