Gul viðvörun vegna snjókomu

Kort/Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland vegna snjókomu næstu sautján klukkustundirnar.

Viðvörunin tekur gildi á hádegi í dag og gildir til klukkan 5 í fyrramálið.

Vaxandi smálægð nálgast landið úr suðri og eru líkur á talsverðri snjókomu á suðvestanverðu landinu síðdegis.

Búast má við talsverðri sjókomu og takmörkuðu skyggni, einkum á Hellisheiði og í Þrengslum og eru staðbundar samgöngutruflanir líklegar.

Fyrri greinSynda selir – ný bók frá Steini Kárasyni
Næsta greinHristu af sér sjóriðuna á síðasta korterinu