Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 18 á þriðjudagskvöld til hádegis á miðvikudag.
Líkur eru á mikilli úrkomu, snjókomu eða slyddu með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum vestantil.
Veðurstofan reiknar með að snjókoman geti valdið samgöngutruflunum, t.d. á Hellisheiði og í Þrengslum.

