Gul viðvörun vegna rigningar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi sem gildir frá klukkan 19 í kvöld til klukkan 21 á miðvikudagskvöld, vegna rigningar og vatnavaxta.

Útlit fyrir mikla rigningu undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli, og viðbúið að þar hækki talsvert í ám. Rigningin getur haft áhrif á akstursleiðir þar sem aka þarf yfir óbrúaðar ár, t.d. inn í Þórsmörk, sem og á öðrum svæðum á Suðurlandi og að Fjallabaki. Á sama tíma má gera ráð fyrir slagviðri á sömu slóðum, og annars staðar á miðhálendinu sem getur reynst gangandi og hjólandi ferðamönnum erfitt um vik.

Búist er við sunnanátt, 8-15 m/sek en auk þess sem hætta er á flóðum er einnig hætta á skriðuföllum. Göngu- og hjólafólk ætti að huga vel að veðurspám og búa sig undir slagveður á morgun, miðvikudag.

Á Suðausturlandi er fólk er hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Fyrri greinÁrborgarar léttir og kátir
Næsta greinAðskotahlutur í kartöflusalati