Gul viðvörun vegna rigningar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland vegna mikillar rigningar. Viðvörunin gildir frá klukkan 9 á laugardagsmorgun til klukkan 10 á sunnudagsmorgun.

Gert er ráð fyrir talsverðri eða mikilli rigningu og búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum.

Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og gera má ráð fyrir að óbrúaðar ár verði torfærar.

Á suðausturlandi gildir viðvörunin til klukkan 14 á sunnudag.

Fyrri greinSelfoss fallið í 2. deild
Næsta greinSelfoss upp í Lengjudeildina