Gul viðvörun vegna norðan vindstrengja

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 5 á mánudagsmorgun til klukkan 17 síðdegis.

Gert er ráð fyrir norðan 15-23 m/sek og snörpum vindhviðum við fjöll, t.d. undir Eyjafjöllum. Vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki, einkum þaum er eru viðkvæm fyrir vindi.

Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi kl. 21 í kvöld og gildir til kl. 23 á mánudagskvöld. Hvassast verður í vindstrengjum sunnan- og austanundir Vatnajökli og snarpar vindhviður. Éljagangur verður um tíma allra austast.

Á miðhálendinu verður norðanhríð og snarpar vindhviður og varasamar aðstæður til ferðalaga.

Fyrri greinSímahótel opnuð í FSu
Næsta greinBanaslys á Hvolsvelli