Gul viðvörun vegna hríðar og storms

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir suðausturland sem gildir frá klukkan 10 í fyrramálið og fram að miðnætti, vegna hríðarveðurs og síðar storms.

Á milli kl. 10 og 19 er viðvörun vegna norðaustanhríðar, 15-25 m/sek með staðbundnum vindhviðum yfir 40 m/sek. Hvassast verður í Öræfum og varasamt ferðaveður, snjókoma með skafrenningi og lítið skyggni á köflum.

Klukkan 19 tekur við önnur viðvörun vegna hvassviðris eða storms og áfram verður varasamt að vera á ferðinni, einkum austantil.

Fyrri greinJólamarkaður á Laugarvatni á laugardaginn
Næsta greinTryggjum öryggi eldri borgara